Sigga á sunnudagskvöldi

Sigga 2

Ég hef áđur tjáđ mig um ţađ hér hve gott ţađ er ađ hefja vinnuvikuna eftir ađ hafa fariđ á góđa tónleika á sunnudagskvöldi og ţađ hef ég stundum gert. En síđasta sunnudagskvöld sló öll önnur út. Hún Sigríđur Kjartansdóttir ţverflautuleikari og vinkona mín hélt framhaldsprófstónleika sína í kirkjunni fyrir trođfullu húsi (200 manns) kl.18:00 á sunnudaginn - og sló alveg í gegn.

Hún hefur frá ţví ég kynntist henni glatt mig ótal sinnum međ fögrum tónum og fyrir ţađ er ég óendanlega ţakklát. Í gleđi og sorg, lífi og leik hefur hún töfrađ fram tónlist sem viđ á hverju sinni. Tónleikarnir á sunnudaginn tókust frábćrlega. Hún spilađi metnađarfull einleiksverk fyrir ţverflautu viđ píanóundirleik Miklosar Dalmay og svo spilađi hún međ ţví fólki sem henni er kćrast ...Gesti, Kristrúnu og Bergrúnu. Ađ lokum lék hún pikkoloflautudúett međ Pamelu DeSensi og Lúđrasveit Ţorlákshafnar sem er HENNAR félagsskapur númer eitt, tvö og ţrjú. 

Ég veit ţađ er ţungu fargi af Siggu létt ţegar ţetta er frá...en hún á alla heimsins möguleika.  Hún er hćfileikarík, músíkölsk, metnađargjörn en síđast en ekki síst frábćr fyrirmynd og kennari.

Til hamingju međ áfangann elsku Sigga mín.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband