á allt og alla!
Þó jólin séu að baki kom þessi jólatexti upp í hugann í morgun þegar litið var út um gluggann. Í nótt hafði snjóað þessi ósköp. Ungviðið var ánægt bæði hér heima og í skólanum en ég sjálf sé nú ekki margt huggulegt við snjó í þessu magni. Torfært til að byrja með um allar götur og ófært með barnavagninn á gagnstéttum og göngustígum. Bara vesen. Ég uppgötvaði sem sagt í dag lúxusinn við það að hafa autt allt haustið (eins og verið hefur) þegar maður ferðast nær eingöngu innanbæjar með barnavagn á undan sér. EN...þetta er auðvitað ekkert mál. Ég hef valið að búa á þessu landi þar sem vænta má allra veðra svo ég segi ekki meir...
Ég hef líka valið að búa hér í Þorlákshöfn þar sem eina matvöruverslunin nú um stundir heitir Kjarval. Sú er í dýrari kantinum finnst okkur sem höfum notið þess að versla í Krónunni um nokkurra missera skeið. Ég nenni ekki að gera verðkannanir, kaupi bara það sem þarf en viðurkenni að síðan Kjarval mætti í bæinn hef ég að mestu verslað í Bónus . En þó ég geri sjaldan verðsamanburð má ég til með að segja ykkur frá því að í gær vantaði mig gulrófu í kjötsúpuna. Skrapp í Kjarval með klink, því mér fannst að rófurassgatið gæti kannski kostað 50 kall. Ó, nei. Ein lítil rófa kostaði 136 krónur. Kílóverðið var 232 kr. og því gat ég ekki á mér setið þegar ég kom í Bónus í dag að athuga kílóverðið þar. Og viti menn, akkúrat 100% munur, kílóið á 116 krónur!
Ja það er ekki sama hvort það er Jóhannes Kjarval eða Jóhannes í Bónus!
Þetta er nú svona eftir á að hyggja fremur neikvæð færsla og því ætla ég að enda á því að segja að ég er samt ljómandi glöð, vinadagarnir fara vel af stað og svei mér þá ef ég hef ekki grætt snjómokstur í innkeyrslunni minni á því að eiga góðan leynivin. Mig grunar það
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snjórinn alltaf velkominn í skíðabrekkur en mætti halda sig fjarri götum þorpsins.
kaffikella (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:13
Ég gægist stundum inn um gluggann þinn og hef gaman af.
Bara svo þú vitir það.
Vinur þinn hún Imba.
IÞÞ (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 18:20
Maður var eiginlega búin að gleyma hvernig þessi snjór virkar. Hann mætti alveg halda sér fjarri mín vegna.
Gunna Sigríks
Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 14:42
Bara dásamlegt að hafa allt á kafi í snjó , þú ferð nú bara að drífa þig á skíði...
ÞHelga (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.