Ég hlakka til á sunnudaginn. Þá hefst sunnudagaskólinn á ný og svo merkilegt sem það kann að virðast finnst mér það alltaf skemmtilegt. Ekki síður núna eftir að kórinn minn hætti að syngja í messum. Hef sennilega eins og margir aðrir ákveðna þörf fyrir þjónustuna við kirkjuna og samfélagið við Guð. Og svo fæ ég aldrei nóg af syngjandi barnaskara.
Mér finnst líka sunnudagaskólastarfið mikilvægt. Sjálf bý ég alla ævi að þeirri uppfræðslu sem ég fékk í sunnudagaskólanum í Selfosskirkju í gamla daga. Stundum lá leiðin í Hvítasunnukirkjuna við Austurveg og þar var líka yndislegt að vera. Meira fjör, kannski pínulítið ,,öðruvísi" fólk, en yndislegt fólk og einlægt og opinskátt í trú sinni. Æskulýðsfélag Selfosskirkju var félagsskapur að mínu skapi og léttleiki, hressandi söngur og opinská umræða um Guð heillaði mig. Þessi bakgrunnur, ásamt því að hafa margsinnis leitað í trúna og fengið svör, gera það sennilega að verkum að enn finnst mér gefandi að kenna börnum um Guð.
Vissulega nær efinn stundum að festa rætur í hjartanu og oft er skilningsleysið algert á atburðum heimsins. En þá er trúin oft það eina sem reynist vera haldreipið....
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.