Ég fór á fund á Selfossi í gærkvöld. Það var Ingibjörg Sólrún, formaður vor, sem boðaði til fundarins ásamt frambjóðendum í Suðurkjördæmi. Þetta var fínn fundur, formaðurinn reifaði áherslumál Samfylkingarinnar og þann grunn sem málefnavinnan fyrir kosningarnar í vor mun byggja á. Fundargestir fengu tækifæri til að tjá sig og þeir frambjóðendur sem þarna voru úr efstu sætum; Björgvin, Róbert og Guðný Hrund tóku líka til máls.
Þetta situr eftir:
- Ég er að sættast við að hafa Róbert Marshall í 3.sæti
- Guðný Hrund virðist hafa ýmislegt til málanna að leggja þó hún komi ekki eins vel fyrir sig orði og hún Ragnheiður mín
- Ég er ákveðin í að kjósa Samfylkinguna í vor
- Ég er tilbúin til að vinna fyrir flokkinn fyrir kosningarnar
- Meðalaldur fundarmanna var MJÖG hár. Hvar er unga fólkið. Hefur enginn áhuga á stjórnmálum? Nennir enginn að vera með?
- Athugasemdir fundarmanna (flestar) voru mjög áhugaverðar
- Formaðurinn er flottur!
- X-S
Björgvin G segir stuttlega frá fundinum á síðunni sinni í dag og er ánægður.
Flokkur: Bloggar | 18.1.2007 | 13:32 (breytt kl. 13:53) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er flott að sjá að sumir standa fast með sínum flokki. Vonandi á Samfylkingin eftir að fá fína kosningu og óskum líka vinstri-grænum velferðar í kosningunum. Flokkarnir okkar Sissa eiga eftir að mynda flott samstarf í nýrri ríkisstjórn:D
Kv. Daníel H
Daníel H (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 11:31
Góður punktur Daníel og takk fyrir ,,innlitið".
Já, ef ekki verður ríkisstjórn með hjartað vinstra megin eftir kosningar í vor þá bara veit ég ekki hvernig þetta fer allt saman...
Gangi þér annars allt í haginn!
Sigþrúður Harðardóttir, 19.1.2007 kl. 13:17
Það getur skapað vandamál ef hjartað er ekki á réttum stað
kaffikella (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 13:54
Mér finnst svo gaman, hvað þú ert pólítísk!
Sigríður Guðnadóttir, 19.1.2007 kl. 17:51
Vildi að ég hefði vitað af þessu.
Magnþóra (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 09:45
Ég var ein á ferð, hefði alveg þegið ferðafélaga. Galaði þetta yfir kennarastofuna en sennilega varst þú ekki við....Man þetta næst!
Sigþrúður Harðardóttir, 20.1.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.