Spákonan Sissa

Ég hef lesið í kristalskúluna mína í tilefni af því að Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi er með prófkjör í dag. Spá mín um efstu sætin er svona:

1. Hjálmar Árnason (Tel að Suðurnesjamenn fylki sér um sinn mann)

2. Bjarni Harðarson (Áberandi og frambærilegur frambjóðandi sem kveður að...)

3. Guðni Ágústsson (ÉG er viss um að honum sjálfum dettur ekki í hug að hann verði ekki efstur!)

4. Björn Bjarndal (Ekki endilega vegna þess að hann er skyldur mér, en...)

 

Hverju spáir þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitík er nu ekki mitt aðaláhugamál og þá alls ekki Framsóknarflokkurinn -- ég hef nú samt trú á því að Guðni verði ofar, jafnvel efstur. Í sveitinni á Hjálmar ( að ég held) ekki mikið fylgi en Framsóknarflokkurinn á það hins vegar :)

Gaman verður að sjá hvernig þetta fer- ég er sammála því að það verður gaman að vita hvað Guðni segir verði hann ekki í fyrsta og ég tala nú ekki um verði hann í 3. sæti eins og þú spáir í þína kúlu... vissi reyndar ekki að þú ættir kristalskúlu

Kveðja hrund 

Hrund Harðardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: www.zordis.com

Spákonukaffið verður fundið til en ætli mín sjái þá brjáluðu tík sem pólitíkin er!  Kveðjur frá Spáni.  Sá komment frá þér hjá Séra Baldri og stökk yfir og mátti til að kvitta fyrir mig.

www.zordis.com, 20.1.2007 kl. 15:49

3 identicon

Held að þú sért arfaslæm spákona!!  eða kúlan svona með móðu!! En hitt er rétt að þetta verður karlalisti.....

ÞHelga (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: GK

Já, þetta er frekar óraunhæf spá. Held að Guðni taki þetta örugglega, Bjarni annar og Hjálmar þriðji. Hann lætur sig þá hverfa og Björn Bjarndal færist upp í 3. sætið.

GK, 21.1.2007 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband