Spáin mín um úrslit í prófkjöri Framsóknarmanna rættist ekki alveg. En ég reyndist sannspá um annað sætið...hafði þar betur en séra Baldur
Ég hefði hins vegar átt að skella hér inn spánni minni um vinningslögin þrjú í Júróvisjón forkeppninni. Var alveg viss um að þessi þrjú færu áfram. Ekki endilega sammála því að þau væru best, en alveg viss hvernig þjóðin kysi. Ég er sennilega næmari á skoðanir/smekk allra Íslendinga annarra en Framsóknarmanna
Og Árni Johnsen fær að vera áfram á listanum enda dró hann ekki dul á það í viðtali í sjónvarpinu hve frambærilegur hann væri og höfðaði til fólksins . Ég er ekki endilega sammála því...
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég spáði engu um úrslit í prófkjöri framsóknarmanna en ég er steinhissa á hve mörg atkvæði Guðni fékk. Aftur á móti var ég sama sinnis og þú og þjóðin hvað lögin í söngvakeppninni varðar.
Og Árni kemur alltaf niður á lappirnar....
Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 22:32
Merkilegt með hann Árna!! og við skulum bara vona að þetta verði til falls sjálfstæðisflokksins!!
ÞHelga (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.