Loksins kóræfing

Jæja, þá er loksins kóræfing í kvöld. Búið að vera langt frí.  Söngfélagið er orðinn ótrúlega stór hluti af mínu lífi hér í Þorlákshöfn, búin að vera með í nærri 17 ár hvorki meira né minna og sjaldan misst úr æfingu eða uppákomu.

Það er svolítil mannekla hjá okkur og þá á ég við karlmanneklu. Við höfum frábæra bassa og tenóra en gætum þegið fleiri. Það sama var uppi á teningnum hjá Samkór Selfoss í haust og svo langt gekk það þetta árið að Samkórinn er í fríi.  Það gerist nú ekki hjá okkur enda engin ástæða til...við syngjum bara meira Smile

Hvað er þetta annars með karlmenn og tómstundastörf? Af hverju taka þeir ekki þátt? Ég hlusta nú ekki á þau rök að þeir hafi meira að gera, vinni meira....það er gömul klisja sem allir vita að er löngu úrelt. Strákar! Er það sjónvarpið sem glepur? Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað helst ykkur ekki á körlunum. Ég vildi gjarnan syngja með þér en þú ert bara svo langt í burtu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Heldurðu ekki að karlar kæmu í umvörpum ef við létum fréttast hvernig við högðuðum okkur í kvöld á æfingu?

Guðrún S Sigurðardóttir, 23.1.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því að karlar fást ekki í blandaða kóra. Ein þeirra er sú, að þeir vilja miklu heldur syngja í karlakórum. Sjáiðið hvað karlakórar  eru yfirleitt fjölmennir. Allt upp í sjötíu karlar sem standa saman og sperra brjóst og stél. Þeir sem búa inn til sveita og upp til fjalla hafa mikið fyrir að mæta á æfingar. Karlakórar æfa yfirleitt tvisvar í viku og eru oft með aukaæfingar. Það er eitthvað við það að vera í karlakór. Ég ætlaði að fara að segja að þetta væru allt saman karlrembur, en þá mundi ég eftir nokkrum sem ég veit ekki hvort hægt er að setja í þann flokk.  Mér finnst gaman að hlusta á karlakóra en tek þá ekki fram yfir blandaða kóra. Karlarnir okkar í Söngfélaginu eru frábærir og tveir þeirra leggja mikið á sig til að mæta á æfingar, annar ekur frá Reykjavík og hinn frá Eyrarbakka.

Sigríður Guðnadóttir, 24.1.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband