Ég geri mér alveg grein fyrir því að margir þeirra sem kíkja inn á þessa síðu hafa takmarkað gaman af því að lesa frásagnir af börnunum mínum. Hins vegar hafa margir af því gaman, t.d. mamma, tengdamamma, vinkonur mínar nær og fjær, Hrund systir og Auður mágkona. Þeirra vegna koma hér nokkrir punktar um hvert þeirra.
Ólöf Björk hefur að vanda nóg að gera. Hún var að ljúka miðsvetrarprófum í skólanum í gær og segir að sér hafi gengið vel. Það er gott að vera jákvæður og bjartsýnn og ég hef enga ástæðu til að ætla að hún hafi ekki rétt fyrir sér. Hún er dugleg og samviskusöm og þarf frekar lítið að hafa fyrir náminu. Vitnisburðinn fáum við á þriðjudaginn. Hún æfir sig líka á þverflautuna daglega enda 3.stigspróf framundan. Margar af hennar bestu vinkonum eiga afmæli í janúar og því hafa mikil partýhöld farið fram undanfarið, það síðasta í gærkvöld. Það eru að breytast kröfurnar varðandi útlit og klæðnað þegar farið er í boð af þessu tagi, gjarnan einhver þemu í klæðnaði og nú má mamma sko ekki sjá um hárgreiðsluna eða tjá sig of mikið um fatnaðinn. Helst að sú gamla fái að renna sléttujárninu gegnum hárið! Gaman að því.
Jakob Unnar telur núna dagana fram að 6. afmælisdegi sínum. Hann ætlar að halda krakkaveislu á föstudaginn, sjálfan afmælisdaginn og svo verður smá ,,fullorðinskaffi" á sunnudaginn. Þann dag verður Auður frænka þeirra á Akureyri þrítug og heldur veislu...en við getum ekki verið á mörgum stöðum og verðum því að sleppa þeirri hátíð. Sonur okkar hlakkar mikið til næstu helgar og lengra nær hugsunin ekki þessa dagana. Hann er búinn að koma nokkrar heimsóknir í grunnskólann í vetur en það er hluti af samstarfi leik- og grunnskóla að elstu börnin af leikskólanum koma í heimsókn. Þetta gengur mjög vel og er Jakob Unnar mjög spenntur og alveg tilbúinn til að koma í skóla. Hann pælir mikið í stöfum og enn meira í tölustöfum og reiknar nú þegar heilmikið, enda stærðfræðiþema í gangi í leikskólanum alla hans skólagöngu þar. Jakob æfir líka fótbolta og er eins og stóra systir, mikil félagsvera og á gott með samskipti við aðra krakka.
Auður Magnea er lítil frekjudós Henni þætti best ef allir færu eftir því sem hún vildi og auðvitað stjórnar hún heilmiklu á heimilinu. Þannig er það alltaf með yngsta barn! Hún er kát og voða dugleg stelpa. Hún er nú að verða 19 mánaða og er farin að tala heilmikið. Hún segir: mama, baba, Óva, Kaga, amma, ava, anna, gó, úhba, úa, brrr, bó, oj og eitthvað fleira. Þetta skiljum við öll en ykkur til glöggvunar þýðir þetta: mamma, pabbi, Ólöf, Jakob, amma, afi, Anna, skór, úlpa, húfa, bíll, bók og Oj (búin að kúka!). Með alls kyns látbragði gerir hún sig skiljanlega um alla hluti. Hún var í læknisskoðun í síðustu viku og fékk ,,fulla skoðun", er sem sagt á kúrfu....sem er grundvallaratriði fyrir allar mæður að fá upplýsingar um!
Þið sjáið á þessu að ég er ánægð með liðið mitt. Auðvitað...þvílíkt ríkidæmi. Ekki þarf að skoða mörg dagblöð eða hlusta á marga fréttatíma til að skynja þá blessun sem fylgir því að hafa allt sitt fólk heilt heima að kvöldi hvers dags. Takk fyrir það.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að við hittumst alla virka daga, Siisa mín, þá fæ ég ekki þessar fréttir af börnunum þínum. Við tölum bara saman um annarra msnns börn, þannig að mér fannst gaman að lesa þetta.
Guðrún S Sigurðardóttir, 27.1.2007 kl. 16:53
Já, þú mátt svo sannarlega vera stollt og ánægð með börnin þín, Sissa mín.
Sigríður Guðnadóttir, 28.1.2007 kl. 14:55
Jú það er sannarlega gaman að lesa um frændsystkinin og alveg ástæða til að vera ánægð með þau. Þar sem ég bý nú svo "óskaplega"langt í burtu sé ég þau ekki oft og eitthvað virðist lítið um símsamband líka svo þessi miðill er ágætur til að fylgjast með því hvað helst ber á góma í höfninni.
Kveðja úr sveitinni Hrund
Hrund (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:53
Mér finnst líka voða gaman að lesa um þau þar sem ég er ekki nógu mikið á staðnum sem er mikill miður fyrir mig og örugglega ykkur líka Get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll sömul á laugardaginn og vona að prinsinn minn verði nú ánægður með gjöfina... En þá er bara að koma sér aftur að lestrinum
Sjáumst á sunnudaginn,
kv. úr höfuðborginni; Hugrún
Hugrún (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.