Var í frábæru afmæli í gærkvöld. Guðlaug Einarsdóttir samstarfskona mín og frænka varð þrítug þann 6. febrúar sl. og móðir hennar Sesselja Pétursdóttir varð fimmtug sama dag. Skemmtilegt
Hápunktur kvöldsins var tónlistarflutningur Jazzbands Suðurlands. Róbert Dan, einn meðlima bandsins er einmitt maðurinn hennar Guðlaugar. Ekki amalegt skemmtiatriði það.
Og mikið var gaman að hitta ættingja og aðra Tungnamenn og eiga við þá spjall.
Það var líka gaman að hitta brottflutta Þorlákshafnarbúa sem þarna voru. Einn þeirra sagðist kíkja daglega á bloggið mitt og kvartaði undan fátæklegum skrifum undanfarið. Ég heiti því hér með að bæta úr því, þó ekki sé nema fyrir þennan dygga lesanda sem ég átti svo skemmtilegt spjall við í gærkvöld. Ég þyrfti samt að hitta hann aftur fyrir kosningar
Ketill og Ingibjörg, fyrrverandi nágrannar okkar af Reykjabrautinni voru þarna og eru alltaf jafn flott og kát. Sérlega gaman að hitta þau...en þau eru einmitt bæði skyld mér.
Þetta var sem sagt frábær kvöldstund með vinum og samstarfsfólki, ættingjum og sveitungum í boði glæsilegra mæðgna. Kærar þakkir fyrir mig.
Flokkur: Bloggar | 10.2.2007 | 23:30 (breytt 11.2.2007 kl. 10:46) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kom í heimsókn, takk fyrir mig.
Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2007 kl. 00:59
Já, þetta var mjög skemmtilegt kvöld :)
Kv. Una
Una (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.