Að muna það sem skiptir máli!

Það hefur löngum verið gert grín að mér þegar ég legg á minnið upplýsingar um hluti sem skipta litlu máli (og enginn nennir að muna). Eitt af þessu eru afmælisdagar nemenda minna í gegnum tíðina. Ég man ótrúlega marga, sérstaklega þeirra sem voru umsjónarnemendur mínir í mörg ár. Krakkarnir sem eru fæddir 1984 voru býsna lengi í minni umsjón í skólanum og ég hélt ég myndi flesta afmælisdagana þeirra ennþá. En nú er frúnni farið að förlast.Angry Það uppgötvaði ég þegar ég óskaði henni Auði minni Helgu til hamingju með daginn á heimasíðu drengjanna hennar í dag. Hún svaraði mér um hæl...og á ekki afmæli í dag. Hún átti afmæli þann 17.febrúar  Það er aftur á móti Ingibjörg Torfadóttir bekkjarsystir hennar sem á afmæli í dag. Þarna er ég verulega farin að slá saman og það er ekki gott mál. Kannski ég fari bara að hætta þessari vitleysu og fari að leggja eitthvað gagnlegra á minnið Smile

En samt sem áður: Auður Helga og Ingibjörg...til hamingju með febrúarafmælin ykkar.

Og til gamans er hér febrúaryfirlit (þ.e.a.s. það sem ég man!) Ég óska þessum öllum til hamingju!

  • 2. feb: Jakob minn Unnar
  • 4. feb. Auður Björk mágkona mín
  • 5. feb: Guðný Sif mágkona mín  og Róbert Darling
  • 13. feb. Sigga Guðna
  • 17. feb: Auður HelgaGrin og Siggi Jóns (hennar Siggu)
  • 18. feb. Sigga Kjartans
  • 19. feb: Ingibjörg Torfadóttir Grin
  • 21.feb: Halldór Garðar
  • 22.feb: Jón Pálsson
  • 23.feb: Hemmi og Baldur Þór Ragnarsson
  • 25.feb: Ester Hjartardóttir

Sennilega er ég að gleyma einhverjum...sem móðgast þá kannski ...en það verður að hafa það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daníel Haukur 28.febrúar:D

Daníel Haukur (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Æ ...sorrý Daníel minn...þetta mundi ég ekki. Það er sem ég segi....

Sigþrúður Harðardóttir, 22.2.2007 kl. 23:16

3 identicon

Garðar Geirfinnsson 28.febrúar

Íris valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband