Mér finnt flott að Eiki vann. Lagið fínt og flutningurinn getur ekki klikkað. Hann er svo solid drengurinn. Það hefði samt að mínu mati mátt láta ferskari gæja syngja þett, Rósinkrans eða Jónsa til dæmis. Nú eða Magna. Og ekki verður svona rokklag í sigursætinu aftur...en það gerir nú ekkert til.
Mér hefði verið sama þótt Friðrik Ómar hefði unnið. Og ég hefði verið mjög sátt við að Matti hefði unnið. Hæfilega einfalt lag. Pínu hallærislegt..eins og keppnin er. Flottur söngur.
Annað í þessari keppni fannst mér nú svona og svona...en allt betra í úrslitunum heldur en forkeppninni.
Ég er frekar lítil keppnismanneskja og hef aldrei fengið hjartslátt yfir júróvisíon keppni. En horfi samt oftast og hyggst horfa á Eika feykja faxinu í Helsinki í maí.
Flokkur: Bloggar | 19.2.2007 | 22:02 (breytt kl. 22:03) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eiki á eftir að rúlla upp atkvæðum Norðurlanda þó ekki sé nema bara útaf þátttöku hans í spjallþáttunum sænsku um keppnina. Hann verður víst áfram þar, enda bara gott fyrir þáttinn að hann sé áfram þar.
Eiki er að taka þátt í þriðja sinn og sú reynsla fleytir honum áfram. Hann ætti að vera nógu kúl til að taka þetta með trompi á sinn afslappaða hátt.
Haukur Nikulásson, 19.2.2007 kl. 22:08
Eiki er frábær - er ekki eins viss um lagið en það gerir ekkert til. Horfi þá bara á Eika með slökkt á hljóðinu!
Þú tryllir mig hefði alveg mátt fara áfram, alla leið til Helsinki þó hefði verið lang svalast að senda Silvíu Nótt aftur!
Afsakið en ég er með broskallasýki í augnablikinu
kaffikella (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.