Ég skrapp sem sagt til Akureyrar í vetrarfríinu. Flaug með börnin á fimmtudaginn og til baka heim á mánudag. Það þarf ekki að orðlengja það, að dvölin á heimili tengdaforeldranna var hin notalegasta og gerðist vart betri þó á hóteli væri. Lítilsháttar lasleiki dró aðeins máttinn úr okkur Unni þannig að við vöktum ekki nema (!) til tvö á næturnar við kjaftagang og hvítvínssötur
Það var gaman að Guðný Sif kom til landsins fyrir helgi og dvaldi á Akureyri ásamt fylgdarliði. Það var gaman að hitta hana og kynnast fylgdarsveinunum svolítið. Hún er sæl og ánægð þessa dagana...það leynir sér ekki.
Við Ólöf Björk heimsóttum Þórhildi Helgu fyrrum samkennara minn sem nú er skólastjóri Lundarskóla á Akureyri. Það var mjög gaman að skoða skólann hennar og auðvitað líka að hitta hana.
Hittum svo Auði langömmu og slatta af öðru fólki, norðlensku og sunnlensku og áttum þegar á allt er litið fínustu helgi.
Flugferðin heim var ekki góð, mikil ókyrrð í lofti og Jakob minn þoldi það illa og varð veikur. Það jafnaði sig fljótt og allir komu glaðir og sælir heim.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.