Af fréttaflutningi

Tvennt hefur pirrað mig í fréttaflutningi vikunnar.

Í fyrsta lagi endalausar þulur upp úr dómsmeðferð Baugsmálsins. Ég er hundleið á að heyra hvað hver sagði við hvern og hvenær undir hvaða kringumstæðum. Eða sagði ekki. Eða hvort einhver sagði satt eða ekki satt. Eða hvort einhver vissi eitthvað um skútur eða skip sem einhver átti eða átti ekki. Ég er kannski lítið áhugasöm um samtímamál ....en þetta er amk eitt þeirra mála sem ég nenni ekki að velta mér uppúr.

Annað mál...sem ég hef reyndar oft látið fara í taugarnar á mér. Þegar kynferðisafbrotamenn eru dæmdir, td. fyrir kynferðisglæpi gegn börnum er farið í smáatriðum yfir verknaðinn í fréttatímum útvarps og sjónvarps á hvaða tíma sem er. Mér finnst þetta óþarfi.  Við vitum öll nóg og mér finnst óþarfi að börn (sem á þessu heimili hlusta á fréttir) þurfi að sitja undir lýsingunum.  Áhugasamir geta bara flett upp í dómunum...

Sammála?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála því að ótrúlegustu hlutir eru sagðir og sýndir í fréttatímum en svo eru myndir og þættir bannaðir. Það gleymist oft að vara við myndum í fréttum þó vissulega sé það stundum gert. Orð geta líka verið meiðandi það gleymist líka.

Kveðja litla systir

Litla systir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband