Öll kvöld vikunnar ...

hefur eitthvað verið um að vera hér á bæ.

Á mánudagskvöldið voru minningartónleikar um Svandísi litlu Þulu, en hún hefði einmitt átt afmæli þann dag. Tónleikarnir tókust vel, voru hressilegir og skemmtilegir en þó með fallegu yfirbragði. Séra Baldri tókst sem kynni að skapa óþvingaða og þægilega stemmningu og þar sem mikið var af börnum í salnum var auðvitað líflegt. Leikskólakórinn söng, Lúðrasveitin spilaði og svo komu fram þrjár hljómsveitir. Að lokum var lagið ÞULA flutt af höfundi og fylgdarliði. Hátíðlegt, fallegt og auðvitað sorglegt. Í tilefni af því að þau Jakob Unnar og Svandís Þula fæddust bæði í febrúar 2001 set ég hér inn mynd af þeim sem ég tók í afmælisveislunni hans þegar hann varð 5 ára í fyrra. Þau voru alltaf svo sæt saman.

 Jakob Unnar og Svandís Þula

Á þriðjudagskvöld var kóræfing og í gærkvöld fínn fyrirlestur á vegum foreldrafélaga leikskóla og grunnskóla. Þuríður Pétursdóttir sálfræðingur talaði þar um skapmikil börn. 

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var einnig kynnt í gærkvöld og í kvöld verður Kyrjukórinn með spilakvöld og Samfylkingarfélagið með kynningarfund með frambjóðendum til alþingiskosninga.

Segið svo að það sé ekkert um að vera í þessum bæ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þakka góð ummæli -það er satt þau eru sæt saman!

Baldur Kristjánsson, 1.3.2007 kl. 18:23

2 identicon

Sæl Thelma heitir ég...sá bloggið þitt þegar ég var að Googla Guðný Sif Jakobsdóttir er það mákona þína? ég er að leyta af emailinu hennar eða heimasíðu, þekki hana síðan á Akureyri hún átti heima við hliðina á ömmu minni og afa, maríu og Bikka. Vonadi geturu hjálpað mér :) emailið mitt er tth4@hi.is

Thelma (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband