Í dag fór starfsfólk Grunnskólans til Grindavíkur og skoðaði grunnskólann þar. Hér heima var það foreldrafélagið sem sá til þess að í skólann kom fólk úr bæjarlífinu og kynnti störf, áhugamál, félög og fyrirtæki. Þennan hátt höfum við haft á í mörg ár og gengið ákaflega vel. Þetta er góð tilbreyting fyrir alla.
Heimsóknin til Grindavíkur tókst vel. Afskaplega hlýtt viðmót í skólanum og margt áhugavert sem þar fer fram. Ég fékk þá tilfinningu að þarna væri iðkað gott skólastarf og kennarar og nemendur væru yfir höfuð glaðir. Það er aðalatriðið....ekki satt? Takk fyrir mig.
Svo var endað í Bláa lóninu og ljúffengum mat á veitingastað sem eitt sinn hét Hótel Jenný. Það nafn hefur sennilega ekki þótt eldast vel og heitir staðurinn nú Northern Lights Inn. Hvað finnst okkur um það????????
Flokkur: Bloggar | 2.3.2007 | 22:49 (breytt kl. 22:50) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín ferð, góður dagur
Gunna Sigriks (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 10:38
Alltaf stuðið á ykkur þarna suður frá !!
ÞHelga (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.