Nenni ekki að blogga um áframhald á ælupestinni (við hjónin) . Mig langar hins vegar að deila með ykkur því, að ég hef nú síðustu daga og vikur lesið tvær góðar bækur (og fleiri ekki eins góðar).
Þetta er Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur (barnabarn Laxness) og hin Viltu vinna milljarð? eftir indverska rithöfundinn Vikas Swarup (sem er ekkert skyldur Laxness og er heldur ekki sá sami og skrifaði Flugdrekahlauparann- útbreiddur misskilningur).
Mjög ólíkar bækur en segja báðar mjög áhugaverðar sögur....finnst mér Ekki meira um það, þið verðið bara að kíkja í þær. En þær eru nú kannski einkum ætlaðar ,,realistum" eins og mér. Enginn ævintýrablær yfir þessum bókum.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var einmitt að ljúka við Fólkið í kjallaranum. Fannst hún góð. Það eru eflaust til margar svona fjölskyldur.
Magnþóra
Magnþóra (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:12
Fannst einmitt Viltu vinna milljarð hin fínasta lesning og Flugdrekahlauparinn er með betri bókum sem ég hef lesið. Skil ekki alveg þennan misskilning með höfundana, kannski tilkominn vegna hvernig Viltu vinna milljarð var auglýst fyrir jólin.
Kv. Una
Una (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 11:49
Flugdrekahlauparinn snart hvern einasta tilfinningastreng sem fyrir finnst í minni sálu og mér fannst frábært að lesa um fólk í landi sem maður þekkir ekkert til í en Fólkið í kjallaranum var ég lengi að meðtaka. Ég byrjaði fimm sinnum upp á nýtt á bókinni og náði henni ekki fyrr en ég skrifaði hjá mér athugasemdir. En það er kannski bara ellimerki eða...
Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.