...svo úr verði gott lag er náðargáfa sem ekki er öllum gefin. Magnús Eiríksson, annað Mannakornið, er einn af þeim heppnu í þessu tilliti.
Var að koma af Mannakornstónleikum í Versölum. Makalaust skemmtilegt og fjölmenni. Pálmi enn syngjandi og sætur sem forðum. Magnús ekki eins sætur en fyndinn og flínkur á gítarinn, maður lifandi! Agnar Már og Ásgeir Óskarsson voru kornunum til fulltingis í kvöld ...og það spillti engu Mjög góð kvöldstund.
Það var reyndar líka gaman í gærkvöldi á kóratónleikunum. Söngfélagið, Söngsveit Hveragerðis og Jórukórinn slógu saman í konsert sem tókst svona ljómandi. Alltaf gaman að syngja með öðrum, fyrir aðra og hlusta á aðra kóra.
Sem sagt. Menningarlífið blómstar í Þorlákshöfn sem endranær.
Flokkur: Bloggar | 14.3.2007 | 23:01 (breytt kl. 23:05) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnús er víst eins sætur!!! Hann hefur alltaf verið ædolið mitt!!
Guðrún Sigríks (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.