Árshátíð yngsta stigs...

...fór vel fram. Allir pabbar og mömmur, afar og ömmur sem mögulega komast láta sjá sig til að fylgjast með afkomendunum slá í gegn! Og þau slá alltaf í gegn blessuð börnin Smile Þetta árið var árshátíðin byggð upp á þemavikunni sem var í síðustu viku...fjölmenningarlegri þemaviku. Unnin voru verkefni, listaverk og skemmtiatriði sem tengjast löndunum sem börnin í 1.-4. bekk eiga uppruna sinn í.

Rúmenía, Pólland, Tæland, Filipseyjar, Litháen, Rússland og Ísland voru kynnt þetta árið. Þetta var fróðlegt, skemmtilegt og vonandi gagnlegt. Það er mikið ríkidæmi að við skulum hafa tækifæri til að kynnast fólki svo víða að. Það víkkar sannarlega sjóndeildarhringinn. T.d. er ég viss um að ónefnd kennslukona hefur ekki kynnst neinum íslenskum pabba á sama hátt og þeim sem hún sat með á kennarastofunni í lengri tíma einn sunnudaginn um daginn og lærði að syngja meistari Jakob á ónefndu tungumáli! Fólk lagði sig svo sannarlega fram við undirbúning þemavikunnar!

Þetta tókst vel en ég neita því ekki að ég er svolítið lúin. Það er langur vinnudagur frá 8-19...sérstaklega í kjölfar óvenjulegrar vinnuviku. En það er gott að vera lúin og nú langar mig mest að leggjast upp í sófa og horfa á Aðþrengdar eiginkonur á Rúv+.  Horfi nefnilega aldrei á sjónvarp fyrr en eftir að liðið er komið í ró. Og þó....ekki alveg satt. Reyni að horfa a.m.k. með öðru á Gettu betur sem mér hefur þótt skemmtilegt sjónvarpsefni frá því MINN SKÓLI sigraði 1986. Í það eina skipti Frown 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband