Viska næringarfræðingsins

Undanfarin 20 ár hafa kaffi og matartímar á mínum vinnustað oft snúist upp í umræður um mat, mataruppskriftir, megrun, alls konar átök, kúra, duft, salöt, kíló og kaloríur. Þetta er stundum hundleiðinlegt (sérstaklega þegar maður er of feitur) en oft fellur maður í gryfjuna og lifir sig inní ósköpin.

Í dag las ég grein í föstudags BLAÐINU eftir Ólaf Sæmundsson næringarráðgjafa. Frábær grein sem slær á svo margt bull sem er í gangi, mýtur um megrun og óhollustu. Kolvetnaspekina, spekina um súkkulaðifíknina og fleira. Og ég tek mark á honum. Það vita allir þetta sem hann sagði. ALLIR. Enginn nýr sannleikur. Maður bara gleymir sér í bullinu. Það er enginn of feitur af því hann borðar BARA of mikið af kolvetnum. Það er enginn of feitur af því hann borðar BARA of mikið af fitu. Og það er enginn of feitur BARA af því að hann er sjúkur í sælgæti.

Þeir sem eru of feitir bíta meira en þeir brenna. Punktur.

En það skal tekið fram að oft er talað um eitthvað skemmtilegra í kaffitímunum í vinnunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Næringarfræðingurinn var að tala um það sem við vitum öll en einhvern veginn er það svo freistandi að trúa á töframátt kúranna að við látum freistast. Mér finnst umræðuefnið alls ekki leiðinlegt en það er fáránlegt að við skulum ekki öll bara vera ánægð með okkur eins og við erum. Það er svo margt annað í lífinu eftirsóknarvert en að vera tágrannur. Það er markaðshyggja tískudrjóla og peningamanna sem ráða yfir okkur. Segja okkur hvernig við eigum að líta út og við förum eftir því!! Vertu grönn-vertu með strípur- vertu með plokkaðar brúnir- rakaðu öll óæskileg líkamshár-o.s.frv.

Guðrún S Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Það er verst að geta ekki lagfært málfars-og stafsetningarvillur í áður birtri athugasemd.  Gleymdi að prófarkalesa!!

Guðrún S Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband