Það er svo skrýtið að þó ég sé búin að búa fleiri ár minnar ævi annars staðar en á Selfossi þá finnst mér ég alltaf vera Selfyssingur Það lýsir sér meðal annars í því að ég les sérstaklega í blöðum það sem kemur frá Selfossi og leitast við að tengja fólk og fyrirbæri þangað. Og þannig var það í gær. Í BLAÐINU voru þrjú opnuviðtöl við þekkta menn úr þjóðfélaginu. Mjög þekkta en hvern á sínu sviði. Og það sem mér fannst athyglivert var að þeir áttu allir rætur á Selfoss. Selfyssingar voru sem sagt uppistaðan í Blaðinu.
Runólfur Ágústsson fyrrverandi háskólarektor á Bifröst er alinn upp í næstu götu við mig. Hann er ári eldri, var í bekk með Rögnu vinkonu. Ég þekki hann ekki lengur....en hann er Selfyssingur eins og ég
Einar Bárðarson Concert- meistari og X-Faktor dómari er líka alinn upp á Selfossi. Hann er meira að segja ættaður úr Tungunum eins og ég, ef mér skjátlast ekki. En ég þekki hann ekki....enda maðurinn svo miklu yngri en ég!
Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttakappi er að vísu ekki alinn upp á Selfossi heldur í fjallaloftinu í Gnúpverjahreppnum. En fjölskylda hans er líklega sú stærsta á Selfossi og teygir sig víða því Sigga og Jón í Eftirlitinu eru afi hans og amma. Mamma hans er sem sagt alin upp á Selfossi svo rætur hans liggja þangað. Mér finnst drengurinn alltaf vera Selfyssingur.
Mér fannst gaman að lesa um þessa stráka einu sinni enn... ekki síst þar sem þeir lögðu svona undir sig blaðið.
Nú þurfa blaðamenn bara að hafa upp á nokkrum kröftugum, selfysskum stelpum sem hafa gert garðinn frægan
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona blaðagreinar um fólk eru nauðsynlegar. Ég hugsa oft sem svo "Hvar skyldi þessi og hinn vera núna"? Það eru svo margir sem bara hverfa og sjást aldrei meir. Veistu til dæmis eitthvað um Sigga Sævars? Hvað varð úr honum? Eða hvar er systir hans núna. Hvað er Halldóra Kára að gera? Svona gæti ég spurt endalaust. Ætti ég kannski, þar sem ég ætti nú að geta haft áhrif á ritstjórn Sunnlenska, að benda þeim á að hafa eina síðu í blaðinu sem heitir "Hvar ertu núna"? Láttu ekki plata þig í dag Sigþrúður og hafðu það sem best. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 1.4.2007 kl. 10:09
alltaf hægt að googla fólkinu og ath hvað gerist
kaffikella (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:38
Takk Helga fyrir athugasemdina. En Siggi Sævars og Halldóra Kára eru bæði viðskiptafræðingar minnir mig. Veit ekki hvar hann vinnur en hann er þriggja barna faðir og vegnar vel að ég best veit. Halldóra er í góðu djobbi hjá Samskipum, á tvö börn og stjúpdóttur.
Mér finnst þetta með dálkinn í Sunnlenska alveg brilljant hugmynd...ég er nefnilega eins og þú, alltaf annað slagið dúkkar upp nafn sem ég hefði gaman af að vita hvar hefði lent í lífinu. Þú ræðir þetta við drenginn!
Sigþrúður Harðardóttir, 1.4.2007 kl. 17:40
Ég set málið í nefnd Sigþrúður. Og kaffikella mín góð - googl er bara allt annað en lífið sjálft. Enga almennilega næringu þar að hafa fyrir fróðleiksfúsa - eða forvitna ef þú heldur vilt!
Helga R. Einarsdóttir, 1.4.2007 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.