Helgi páskanna

Ég varđ pínu leiđ í gćr ţegar ungu ađventistarnir komu á dyrnar hjá mér og spurđu mig nokkurra spurninga um páskahátíđina. Ekki leiđ vegna heimsóknarinnar, heldur vegna ţess hvernig svörin mín viđ spurningunum voru.  Fyrir mér eru páskarnir fyrst og fremst frídagar og afslöppun međ fjölskyldunni...og ţví svarađi ég hreinskilnislega ţegar ţeir spurđu. En eftir á ađ hyggja var ég ekki ánćgđ međ svariđ. Ég hefđi viljađ segja ţeim hve mikla ţýđingu páskahátíđin hefđi fyrir mig í trúarlegu tilliti.

Ţađ verđur ađ segjast eins og er ađ eftir ađ ég hćtti ađ syngja í kirkjunni međ kórnum mínum ţá hefur hlutverk helstu hátíđa kirkjuársins breyst. Mig vantar áminninguna, upprifjunina, nálćgđina.

Kannski ég skelli mér í messu á eftir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband