Fríið á enda

Þetta er búið að vera fínt páskafrí fyrir utan það að einkasonurinn var veikur í marga daga. Það er alltaf leiðinlegt. Ógeðsleg gubbupest á ferð.

Að öðru leyti var þetta gott og ótrúlegt hve miklu var afrekað á þessum dögum þrátt fyrir veikindin. Alls konar útréttingar sem lengi höfðu beðið. Fermingarmessa, tvær fermingarveislur, haldið matarboð fyrir mágkonuna í Danmörku og kærastann, farið í tvö æðisleg matarboð...annað var skemmtilegur vinafundur hér í Þorlákshöfn þar sem borðað var dýrindis svín, hitt var hefðbundið páskaboð hjá mömmu, hangikjöt með öllu og þá meina ég öllu, meira að segja laufabrauði! Svo var slappað af inn á milli, farið í göngutúr, kaffi hjá vinum, borðað súkkulaði og krakkarnir knúsaðir.

Höfum oft verið norður á Akureyri í faðmi tengdafjölskyldunnar um páska og það er alltaf frábært. En stundum er bara gott að vera heima.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Heima er best!

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband