Ég var því miður ekki við sjónvarpið þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna hóf formlega kosningabaráttu fjölmiðlanna í Kastljósi á annan í páskum. Hins vegar hafa margir sagt mér að Ingibjörg Sólrún, formaðurinn minn, hafi verið frábær og mörgum finnst hún hafa borið af. Ég læt hér að neðan fylgja texta sem Björgvin G. Sigurðsson, leiðtogi S-listans í Suðurkjördæmi skrifaði á heimasíðuna sína eftir þáttinn:
Það var gaman að vera Samfylkingarmaður við sjónvarpið í kvöld. Ingibjörg Sólrún formaður okkar stóð sig afar vel í þessum fyrstu formlegu kappræðum formanna flokkanna sex. Glansaði í gegnum þáttinn með öruggum og þægilegum hætti.
Þetta var gott upphaf af hinni formlegu kosningabaráttu. Um helgina verða landsfundir beggja stóru flokkanna og þá taka línur að skýrast.
Samfylkingin kynnir drög að ályktunum landsfundar á morgun og upptaktur fyrir landsfundinn er kominn á fullt. Þetta verðar skemmtilegar vikur. Samfylkingin leikur til sigurs. Ingibjörg gaf tóninn í kvöld. Nú er bara að troðfylla Egilshöllina og halda kraftmesta landsfund sem fram hefur farið.
Tónninn er sleginn. Fylkjum liði á fundinn jafnaðarmenn.
Flokkur: Bloggar | 11.4.2007 | 16:33 (breytt 12.4.2007 kl. 14:48) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að sjá þig í Egilshöllinni um helgina. Við eigum frábæran formann og frábær málefni að berjast fyrir. Baráttukveðjur
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 09:21
Ingibjörg Sólrún var flott í þættinum. Örugg, róleg, ákveðin og fylgin sér.
Guðrún S Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.