Litla systir

HrundÞetta er Hrund litla systir mín. Það eru stórir dagar í hennar lífi þessar vikurnar. Fyrir skemmstu ákvað hún að huga að því að flytja frá Flúðum og setjast að á Selfossi. Þar fékk hún mjög spennandi starf sem hún sóttist eftir og hlakkar til að takast á við.

Hörður sonur hennar varð 16 ára í gær, það er líka merkilegt. Hún á afmæli í næstu viku, verður 34 ára. Ekki alveg eins merkilegt nema maður fari að reikna út hvað hún varð ung móðir. Það er kannski svolítið merkilegt!

Svo var stór dagur í dag. Hún fékk staðfestingu á því að hún væri að verða íbúðareigandi í fyrsta sinn. Hún flutti að heiman þegar hún var rúmlega tvítug, en hefur aldrei fjárfest í eigin húsnæði áður. Það er nú aldeilis merkilegur áfangi finnst mér.

Í vor lýkur hún svo framhaldsnámi sem hún hefur verið að sinna meðfram fullu starfi á Flúðum. Hún verður sem sagt sérkennari frá KHÍ. Áður hafði hún lokið diploma-námi í kennslu yngri barna. Hún er eiginlega búin að vera að læra síðan hún útskrifaðist sem kennari. Hún er seig sú stutta!

Til hamingju með þetta allt elsku systir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk

kveðja,

litla systir

Hrund Harðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með systur þína og skilaðu kveðju minni til hennar, ótrúlega duglegar margar konur....

Og takk fyrir síðast, þessi landsfundur var óendanlega skemmtilegur og sterkur...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 18.4.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband