Afi og amma á leiðinni

Nú eru afi og amma á Akureyri á leiðinni suður. Þau koma til okkar seinnipartinn í dag (seinkaði vegna umferðaróhapps á Öxnadalsheiði). Það ríkir alltaf nokkur eftirvænting á heimilinu þegar þessir góðu gestir eru væntanlegir því við hittumst ekki svo oft. Börnin bíða spennt og afi og amma líka! Jakob og Unnur (sem sagt afi og amma)  eru á leið í utanlandsferð, ætla að skoða Þýskaland og Ítalíu undir leiðsögn Hófíar vinkonu okkar í Skálholti. Þau verða örugglega ekki svikin af leiðsögumanninum og Ítalía getur varla klikkaðCool

Ég læt hér fylgja mynd sem tekin var af börnum mínum og tengdaforeldrum á pallinum þeirra í fyrra.

Með afa og ömmu

Auður Magnea hefur breyst mest, eðli málsins samkvæmt. Jakob Unnar og Ólöf Björk hafa auðvitað stækkað svolítið en þau hin eru alltaf eins! Þau hafa nú verið tengdaforeldrar mínir í næstum 20 ár...og ég hefði ekki getað valið betur. Þau hafa verið mér sem aðrir foreldrar og góðir vinir allan tímann og aldrei borið skugga á.  Það er ekki sjálfsagt mál og í raun og veru algjör happdrættisvinningur!

Ég vona að okkur verði gefin saman löng og farsæl framtíð Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband