Ég segi upp...

...eftir fjögur kjörtímabil í kirkjunni. Það er mín skoðun að það sé ekki gott að vera of lengi við stjórnvölin og þegar ég uppgötvaði að ég hafði stýrt sunnudagaskólanum í kirkjunni minni í 16 ár ákvað ég að nóg væri komið. Ég fór sem sagt í dag í síðustu vorferð mína sem sunnudagaskólakennari og það var skrýtin tilfinning. Pínu tregablandin en samt góð.

Tíminn í kirkjunni hefur verið skemmtilegur tími og eins og ég sagði í uppsagnarbréfinu til sóknarnefndar:

 

....hefur verið ákaflega ánægjulegt starf fyrir mig sem kennara og uppalanda. Einnig hefur það gefið trúarlífi mínu nýja vídd sem ég er glöð að hafa fengið tækifæri til að kynnast.

og

Von mín er sú að barnastarf kirkjunnar eigi eftir að blómstra hér eftir sem hingað til. Fátt er fólki dýrmætara en góðar minningar frá bernskuárunum og sá grunnur sem sunnudagaskólinn veitir í trúarlífi einstaklings reynist oft haldreipi á erfiðum stundum fullorðinsáranna. Það veit ég af eigin raun og margra annarra.

Næst fer ég bara í sunnudagaskólann sem mamma. Það verður líka gaman!

Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að taka mig sér til fyrirmyndar eftir fjögurra kjörtímabila setu í ríkisstjórn. Ég meina það....við erum orðin þreytt....GEFUM ÖÐRUM SJENS!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Sissa min það er ekki ofsögum sagt að starf þitt innan kirkjunar okkar sé ómetanlegt,og þakka ég þér allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt þar saman þessi 16ár.

Hvað sjálfstæðisflokkinn varðar þá vil ég nú frekar að þú verðir áfram hjá okkur en hann við völd.

Vignir Arnarson, 30.4.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband