Við hittumst hér í Höfninni í gær vinahópurinn minn ,,úr bænum" eins og ég kalla hann. Þetta eru ,,krakkar" sem ég kynntist á námsárunum (sem sagt fyrir rúmum 20 árum) og þegar við erum spurð hvernig við þekkjumst getum við ekki svarað því. Það er svo flókið hver kynntist hverjum í gegnum hvern...að við reynum bara ekkert að útskýra það. Við erum bara vinir.
Á þessum árum sem liðin eru hefur hópurinn stækkað. Fjögur okkar hafa eignast maka og samtals eigum við 11 börn og ein okkar er orðin amma Í gær voru níu afkomendur með í veislunni. Það er því mikil breyting á lífi okkar frá því á áhyggjulausum háskólaárunum! En við breytumst ekkert! Dags daglega höfumst við ólíkt að en það breytir ekki því að samverustundirnar eru alltaf jafn yndislegar. Umræðuefnin skortir aldrei...ó, nei, öðru nær. Frekar ,,keppni um að koma sér að" eins og skáldið orti! Í gær vantaði bara sjómanninn, háskólanemann og fjölskylduna kæru sem býr í Japan. Þau mæta næst!
Kæru vinir. Takk fyrir gærkvöldið.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk sömuleiðis Sissa mín, alltaf gaman þegar við hittumst. Hlakka til í Hólminum í sumar og e.t.v. fyrr ! kær kveðja, Þórunn
Þórunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 21:50
Ég segi það...gott er að eiga góða vini...
Guðrún S Sigurðardóttir, 6.5.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.