Símtal

Sissa: Halló

Maður: Já hver er þetta?

Sissa: Sigþrúður heiti ég

Maður: Nei, HVAR er þetta?

Sissa: Í Þorlákshöfn

Maður: Nú....

Sissa: Hvert ætlaðir þú að hringja, með leyfi

Maður: Er þetta ekki á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins?

Sissa: (Hlær hátt og taugaveiklað) Nehehei....ertu að gera grín að mér?

Maður: (Pirraður) NeiAngry....Fyrirgefðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt þegar fólk hringir í skakkt númer og er bara hálf pirrað yfir því að maður skuli svara. Sama konan er t.d. búin að hringja í GSM símann minn í nokkur skipti undanfarið og skammar mig alltaf fyrir að vera ekki Erna á Akureyri - ég get bara ekkert gert að því þó ég sé bara Hrund á Flúðum.

Þú hefðir kannski átt að spyrja hann um erindið ......

Hrund Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Ég á engan þátt í þessu Sissa mín,en allveg hel...góð hugmynd þarna á ferðinni

Vignir Arnarson, 8.5.2007 kl. 16:32

3 identicon

bwahahahahahahaha! þetta er snilld!

 Nýtt trix eða mistök?

kaffikella (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband