Bruðl

Ég hef nú verið viðskiptavinur Landsbankans í u.þ.b. 40 ár. Ekki svo sem stórtækur viðskiptavinur en þó með allt mitt þar og launin mín hafa rúllað þar í gegn frá upphafi. Ég hef svo sem ekkert nema gott um þessi viðskipti að segja, geri ekki miklar kröfur né heldur stend ég í neinum stórræðum á viðskiptasviðinu svo þetta er nú svona hlutlaust samband....þannig. 

Eitt pirrar mig þó verulega.

Við hjónin höfum um nokkurra ára skeið verið í Vörðunni svokölluðu.  Þar erum við með greiðsludreifingu og njótum svo einhverra fríðinda ss. með ferðapunktasöfnun og fleiru.

Og þá er komið að því sem pirrar mig. Þegar póstur kemur frá Vörðunni, þar sem tilkynnt er um nýja tegund fríðinda eða tilboða, er slíkt alltaf prentað á þvílíkan eðalpappír að ég bauð ekki fólki einu sinni í brúðkaupið mitt með slíkum fínheitum! Í dag, til að mynda, kom auglýsing um gjafabréf fyrir vildarpunkta í mörg hundruð gramma bæklingi. Ég bara get ekki samþykkt þetta. Af hverju í veröldinni var ekki hægt að senda mér þessar einföldu upplýsingar í tölvupósti. Eða bara á venjulegu A4 blaði? Er ekki hægt að nota peningana betur? Hvernig væri að lækka vextina í þessum annars ágæta banka?

Og hvað með trén? Litarefnin? Sorpið?

Ég verð bara að ræða þetta við hann Björgúlf.

Þetta er óþolandiDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband