Eins og allir vita er þessi árstími mjög svo annasamur á mínum vinnustað og þar með á heimilinu líka. Prófum er nú lokið hjá frumburðinum og Tónlistarskólanum hefur verið slitið. Téður frumburður spilaði á skólaslitum hans; lék raunar í þremur atriðum þar. Stóð sig eins og hetja og fékk frábærar einkunnir bæði fyrir hljóðfæraleik og tónfræði. Hefur nú lokið grunnprófi. Svo er að sjá hvort hinar hefðbundnu grunnskólanámsgreinar hafa gengið eins vel. Nú er hún hins vegar farin í sauðburð í sveitinni og ræður sér ekki fyrir kæti.
Það er tímamótavor í fjölskyldunni. Jakob Unnar er að ljúka leikskólagöngu sinni nú á föstudag og örverpið Auður Magena hefur sína skólagöngu þar á mánudaginn. Eitt út, annað inn. SKipulagt hjá okkur hjónunum! Einkasonurinn byrjar svo í grunnskóla í haust og hlakkar mikið til.
12 ára afmæli Ólafar Bjarkar á fimmtudaginn, 31.maí og svo hefði pabbi orðið 80 ára á sunnudaginn, 3.júní. Hvort tveggja þarf auðvitað að halda upp á.
Vordaga-dagskrá framundan í skólanum og svo verða skólaslit nk. þriðjudag, 5. júní.
Og nú hlýnar. Það var ansi kalt í útilegunni sem við fórum í um helgina. Þá var nú gott að hafa réttu græjurnar! En við máttum til að skreppa eina nótt...allir spenntir, ekki síst þau yngstu.
Þessa dagana hugsa ég sterkt til þeirra sem hafa fengið yfirþyrmandi verkefni í lífinu. Ósanngjörn og erfið... Ég hugsa heim á Selfoss.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.