Menningarverðlaun

Mynd%206_robert Þessi vinur okkar, veiðifélagi og Söngfélagi hlaut í dag Menningarverðlaun Ölfuss 2007. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og voru nú veitt í annað sinn. Jónas Ingimundarson var fyrsti verðlaunahafinn.

Róbert Darling á titilinn sannarlega skilinn, svo djúp spor hefur hann markað í menningarlíf sveitarfélagsins okkar á liðnum árum og áratugum. Margir aðrir koma vissulega til greina...en hans tími var núna.

Athöfnin í Ráðhúsinu í dag var hátíðleg og frábært að fyrstu lúðrarsveitarfélagarnir skyldu ná að koma saman og spila fyrir hann og með honum við athöfnina.

Nú er Róbert á leið til Frakklands með Kammerkór Suðurlands. Ég óska honum og kórnum góðrar ferðar með von um að þeim gangi vel að flytja sunnlenska menningu suður til Evrópu. Það er sérstaklega gaman að segja frá því að við Ölfusingar eigum fimm kórfélaga í þessum frábæra kór...og eiginlega sex, því hversu mikið eigum við ekki í honum Hilmari Erni kórstjóra?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Kannski eiga margir skilið að fá menningarverðlaunin, eins og... nei ég nefni ekki nein nöfn... en þegar ég gekk inn í salinn í dag þá fann ég að auðvitað er Róbert okkar Darling verðlaunahafinn og enginn annar, of course, of course...he is the greatest...

Guðrún S Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband