Sunnlenska fréttablaðið

Eitt af því sem við hjónin erum ekki sammála um er áskrift MÍN að Sunnlenska. Siggi segir að það sé aldrei neitt í þessu blaði og væri þeim krónum sem áskriftin kostar betur varið í annað. Ég er algjörlega ósammála. Finnst blaðið meira að segja betra nú um stundir en oft áður. Og ég bara elska að lesa sunnlenskar fréttir. Selfysskar fréttir og slúður. Og margar góðar greinar og viðtöl, oft við fólk sem ég þekki. Það er gaman að lesa um fólk sem maður þekkir!

Í blaðinu sem ég fékk inn um lúguna í kvöld brá svo við að óvenju mikið var fjallað um fólk sem ég þekki... sem samt er ekki endileg ,,þekkt".

Á forsíðunni er mynd af Þorsteini Má Ragnars-og Jóhönnusyni  í koddaslag á sjómannadaginn. Flottur!

Inni í blaðinu eru svo eftirfarandi ,,kunningjar" til umfjöllunar:

  • Eygló Ida Gunnarsdóttir, nemandi í fyrsta bekknum sem ég kenndi á ferlinum austur á Kirkjubæjarklaustri. Hún var að gefa út ljóðabók og er að læra að verða kennari! Frábær stelpa Eygló, klár og skemmtileg.
  • Róbert Darling var myndaður í bak og fyrir við afhendingun menningarverðlaunanna og er glæsilegur í ljósa sumarjakkanum sínum brosandi út að eyrum. Gaman hjá honum!
  • Benni Thor var að hætta í sóknarnefnd og var að því tilefni heiðraður á aðalsafnaðarfundir. Séra Baldur skrifar um það og lætur fylgja þessa líka fínu mynd af Benna, sem söng bassann í eyrað á mér flest árin sem ég söng í kirkjunni. Karlkrúttið.
  • Ögmundur Eiríksson frændi minn frá Gýgjarhólskoti er á ættfræðisíðu Bjarna Harðar vegna frábærs námsárangurs frá ML. Mjög skemmtileg og fróðleg samantekt hjá Bjarna, nema hvað honum hefur orðið alvarlega á í messunni þegar hann taldi saman systkinin frá Gýgjarhólskoti, afasystkini Ögmundar. Þar eru þau öll talin upp nema móðir mín, Ólöf, sem er yngst þeirra systkina og sú eina sem fædd er í Kotinu.  Ekki líkt Bjarna að feila á svona löguðu .
  • Hafsteinn Ásgeirsson kemst á síður Sunnlenska með bloggið sitt, enda beinskeyttur í garð bæjaryfirvalda vegna Feygingar. Alltaf gaman að lesa bloggið hans Hadda.
  • Björgvin G. og Róbert Marshall eru þarna líka og ég freistast til að telja þá með kunningjunum eftir kosningabaráttuna í vor. Frábærir náungar og til alls líklegir...
  • Selfyssingar af ýmsum stærðum og gerðum voru líka til umfjöllunar og mér finnst hún ofsalega flott hún Helga Höeg Sigurðardóttir frá Hæli í Hreppum,dúx úr FSu (náfrænka Harðar systursonar míns), því hún er svo fjölhæf og flink...en hún var einmitt Sunnlendingur vikunnar í þessu blaði.

Það var gaman að lesa Sunnlenska í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Ég keypti blaðið á meðan ég bjó á Austurlandi, því ég varð að fylgjast með hvað var að gerast á Suðurlandi, en sagði því upp þegar ég flutti aftur heim...kannski feill, kannski feill!

Guðrún S Sigurðardóttir, 7.6.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband