...sagði eldri dóttirin þegar hún hringdi áðan úr sveitinni á leið til Þorlákshafnar. Móðirin varð hin glaðasta þegar barnið sagðist vera að koma heim....en nei....þetta er bara svona kurteisisheimsókn. Fer maður í heimsókn heim til sín?
Annars er þessi sveitadvöl þeirra vinkvenna dásamleg. Þær voru yndislega eðlilegar í gúmmítúttunum, ullarsokkunum og blóðugum peysunum á sunnudaginn þegar við fórum þangað ,,í kurteisisheimsókn". Vildi að ég hefði munað eftir myndavélinni. Stórbændurnir í Flögu höfðu nýlokið við að marka síðustu lömbin og þær auðvitað hrærst í því eins og öllu hinu í sveitinni. En þær mega ekki vera að því að koma heim. Það á eftir að stinga út úr húsunum, reita arfa, planta trjám og svo bara leika sér og vera til. Þvílík forréttindi fyrir blessuð bæjarbörnin að upplifa þetta allt og svo endalaust frelsi og tímaleysi. Það er dásamlegt eftir þéttskipaða stundatöflu vetrarstarfsins.
Þær koma sem sagt ekki heim fyrr en eftir 17.júní mót Ungmennafélagsins Vöku. Það var svo geggjað í fyrra!
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú líka besta sveit í heimi!
Magnþóra (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.