Familien Pilekjær

Hér á landi dvelur nú fjölskyldan sem ég var hjá í Danmörku fyrir 21 ári síðan. Þá passaði ég litla drenginn Andreas (Þá eins árs, nú 22 ára), tíndi jarðarber og málaði gluggana á búgarðinum þeirra. Þau eru hætt búskap fyrir margt löngu og flutt til Odense. Þau hafa ferðast um allan heiminn, Bandaríkin þver og endilöng, Kína og Víetnam svo eitthvað sé nefnt. Og þetta sumarið varð Ísland fyrir valinu. Þau dvöldu hjá okkur fyrstu fjóra dagana og skruppu m.a. til Vestmannaeyja. 'Eg fór með þeim á Þingvöll, Geysi og Gullfoss og nú eru þau á ferð um landið, voru t.d. við Mývatn í dag.

Það er skemmst frá því að segja að þau eru hugfangin af landinu. Veðrið hefur líka leikið við þau...og þeim finnst bókstaflega allt fallegt. Það finnst mér gaman.

Ég set hér inn mynd af þessari glaðlegu fjölskyldu sem er mér svo kær, þrátt fyrir að ég hitti þau nú einungis í þriðja sinn síðan ég dvaldi hjá þeim. Því miður komst yngri sonurinn, Philip, ekki með í þetta sinn...en hann verður örugglega drifinn með næst!

Familien Pilekjær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband