Ég er löt við að blogga eins og ég er löt við allt annað þessa dagana.
Hef verið ,,klukkuð" af Hadda Ásgeirs og læt hér því fylgja 8 staðreyndir um mig, misþekktar.
- Fyrsta minningin er af stofugólfinu heima á Hjarðarholti 8. Valgeir bróðir var pínulítill og ég sennilega þriggja ára.
- Fyrsta barnapían mín var líklega Kjartan Ólafsson alþingismaður. Við bjuggum í kjallaranum á Hlöðum þar til ég var tveggja ára og Kjartan var tíður gestur hjá okkur. Honum tókst samt ekki nógu vel til með pólitíska uppeldið
- Fyrsti kennarinn minn var Iðunn Gísladóttir sem kenndi mér í ,,stubbadeild". Hún og Vigdís Guðmundsdóttir sem kenndi mér í 1.-3.bekk eru fyrirmyndarkennarar og vafalaust stærstu áhrifavaldarnir þegar kom að því að ég valdi mér lífsstarf.
- Fyrsti kossinn (svona alvöru meina ég!) var kysstur í gamla Selfossbíói
- Fyrsta heimilið mitt var sem fyrr segir að Hlöðum á Selfossi, en fyrsta sjálfstæða heimilið mitt stofnaði ég með Kollu vinkonu um áramótin ´84-´85 að Lokastíg 24 í Reykjavík. Veturinn eftir bjó ég svo að Aragötu 15 með Betu vinkonu í kjallaranum hjá sr. Óskari J og frú Elísabetu. Þessir tveir vetur eru ógleymanlegir
- Fyrsti sopinn var ekki góður! Það var Blue Nun hvítvín og var drukkið fyrr á lífsleiðinni en ég hefði óskað mér í dag. Hins vegar hafði það engar alvarlegar afleiðingar og ég ánetjaðist ekki hvítvíni þó mér þyki það ágætt í dag.
- Fyrsta ástin var ekki endurgoldin en varði býsna lengi. Man einhver hvað ég var í mörg ár skotin í honum? Ha...munið þið ekki hver það var? OK...vísbending: ef ég hefði gifst honum væri ég sennilega bóndi norður í Skagafirði!!
- Fyrsti einsöngurinn var sunginn með kór Gagnfræðaskólans á Selfossi þegar ég var í 8. eða 9.bekk. Lagið var Hinsta bón blökkukonunnar eftir Gylfa Ægisson. Algjör söksess
Þetta var gaman. Hefði getað sagt ykkur miklu meira um mig en ákvað að hafa þemað Fyrsta eitthvað. Fyrsta vinkonan, fyrsta sveitaballið, fyrsta starfið, fyrsti kærastinn, fyrsta barnið, fyrsta sorgin.......þetta bíður betri tíma.
Ég klukka: Nínu, Vigni, Þórhildi Helgu, Magnþóru, Daníel Hauk, Kristrúnu, Siggu Guðna og Gunnu ef hún er ekki búin að svara ,,klukki" sr.Baldurs
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Híhí sniðugt þema hjá þér :) Fyndið að hugsa til þess hvað mér fannst þú stór þegar þú varst að kenna okkur, litlu villingunum í Kirkjubæjarskóla í denn :)
Eygló Ida (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.