Komin heim...

...og vetrarrútínan að hefjast á morgun. Mæti sem sagt til starfa í skólanum í fyrramálið. Eins og sumarið er nú búið að vera frábært, þá hlakka ég til að fara að vinna. Hlakka til að hitta alla frábæru vinnufélagana en ekki síður blessuð börnin sem byrja í næstu viku. Það eru tímamót í okkar fjölskyldu. Jakob Unnar að hefja skólagöngu í grunnskóla og spennan vex með degi hverjum!

Við höfum verið á faraldsfæti í sumar, farið í margar helgarútilegur og svo í 10 daga ferð nú í ágúst.

Viðkomustaðir í þeirri ferð:

Skaftafell (sem er stórkostlegt náttúruundur og alltaf jafn gaman að heimsækja)

Höfn í Hornafirði (Unglingalandsmót UMFÍ- ótrúlega skemmtileg samkoma)

Reyðarfjörður (Fín tjaldstæði með sturtu og allt....ókeypis!)

Egilsstaðir (Nærri því árlegur viðkomustaður og alltaf gaman)

Akureyri (Hefðbundin sumarheimsókn til tengdó...næs og skemmtilegt)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband