Við vorum í Stykkishólmi um helgina í aldeilis frábæru veðri og góðum félagsskap. Þar voru haldnir hátíðlegir danskir dagar sem ku vera elsta svokallaða bæjarhátíð landsins.
Danskir dagar voru nú reyndar ekki ástæðan fyrir ferð okkar vestur. Góðir vinir okkar eiga þarna hús og buðu ,,genginu" sem hefur haldið hópinn nú í rúm 20 ár að koma og dvelja hjá sér um helgina. Það var góð hugmynd. Átta fullorðnir og átta börn og unglingar nutu helgarinnar við líf og leik, mat og músík, sund og skemmtanir - en fyrst og fremst yndislega samveru. Sterkur vinahópur er ómetanlegt ríkidæmi.
Takk fyrir okkur
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.