Afmælisbörn vikunnar

Í mínum ættingja- og vinahópi eiga að minnsta kosti fjórir gullmolar afmæli í þessari viku.

Svava Björk, svilkona  mín átti afmæli þann 20.október. Hana hef ég ekki þekkt nema í þrjú ár en þykir samt undur vænt um hana. Hún giftist í september honum Jónasi mági mínum og var það okkur öllum í fjölskyldunni mikið gleðiefni. Svava er róleg og ljúf stelpa sem gott er að hafa nálægt sér. Svava á Telmu Sif, 6 ára hnátu sem frá fyrsta degi hefur verið uppáhaldsfrænka Jakobs Unnars!

Brynja bróðurdóttir mín varð 14 ára þann 23.október. Hún er falleg og góð stúlka sem hefur mestan áhuga á hestamennsku og knattspyrnu. Hún stundar hvort tveggja af miklu kappi og þykir afar efnileg. Ég er stolt af þessari góðu frænku minni.

Guðrún vinkona mín Kristófersdóttir átti afmæli í gær. 24.október. Hún er hjúkrunarfræðingur og býr í Japan ásamt Javier eiginmanni sínu og börnunum Kristófer og Andreu. Javier er þyrluflugmaður í bandaríska hernum og síðan þau kynntust við störf í Kosovo fyrir margt löngu hafa þau búið vítt og breitt um heiminn, starfs hans vegna. Það var yndislegt þegar þau bjuggu á Keflavíkurflugvelli, þá hitti maður þau stundum. Nú hittumst við alltof sjaldan....

Bjarni vinur minn Áskelsson á afmæli í dag. Bjarni varð einn að mínum fyrstu vinum hér í Þorlákshöfn. VIð byrjuðum að syngja með Söngfélaginu á sama tíma og höfum í gegnum árin brallað ýmislegt saman. M.a. héldum við sameiginlega stórveislu ásamt Jóhönnu vinkonu okkar fyrir þremur árum þegar við fylltum fjórða og fimmta tuginn. Bjarni er nú fluttur héðan en vonandi slitna aldrei okkar góðu vinabönd.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÖLL!

Hér set ég myndir af Svövu, Brynju og Bjarna, fann enga almennilega af frú Guðrúnu.

           Svava og Thelma             Brynja pæja                        Bjarni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það er fjör hjá þer ....það er svo skrítið  hvað maður er ungur i anda og maður hefur átt 57 afmælisdaga heheh maður er víst ekki eldri en maður vill vera enda eg bara 17 hehehh hafðu það gott sissa mín knús i klessu

Soffia Ragnarsd (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband