Við fjölskyldan brugðum undir okkur betri fætinum (dekkjunum...vetrardekkjunum) um helgina og skruppum norður á Akureyri. Tilgangurinn fyrst og fremst sá að heimsækja og hjálpa aðeins til hjá tengdafjölskyldunni minni en við vorum líka svo ljónheppin að fá miða í leikhús.
Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur er frábært stykki, vel leikið og skemmtileg uppsetning. Boðskapurinn líka skýr og skemmtanagildið ótvírætt. Er hægt að biðja um meira í einni leiksýningu?
Hittum ekki marga utan fjölskyldunnar en fyrsta fólkið sem við sáum í leikhúsinu var Þórhildur Helga skólastýra og fyrrum samkennari minn ásamt börnum sínum Lúkasi og Kolfreyju. Lítill þessi bær þarna í norðri!
Ég fór líka í vínbúðina á Akureyri á laugardaginn. Þar inni voru þrír menn...og einn af þeim var Valgeir bróðir minn. Hann var líka í skreppiferð ásamt fjölskyldu sinni í höfuðstað Norðurlands og var alls ekki kominn til að hitta mig í Ríkinu! Já....algjör smábær þessi Akureyri!
Flokkur: Bloggar | 30.10.2007 | 22:34 (breytt 31.10.2007 kl. 17:51) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega er leiðinlegt að heira það Sissa mín að þú hefir EKKI fyrir norðan sem þú ÞEKKIR.
Vignir Arnarson, 31.10.2007 kl. 16:37
AÐ ÞÚ HITTIR ÁTTI ÞETTA AÐ VERA
Vignir Arnarson, 31.10.2007 kl. 16:38
Kolfreyja,- góða mín,- skírðir þú hana ekki svona næstum ?
en.....gaman að hitta þig
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 31.10.2007 kl. 17:20
Hvað er að mér? Er búin að laga nafnið hennar Kolfreyju Sólar. Fyrirgefðu Helga mín. Kolfinna Katla hefur kannski verið í huga mér, þekkti þær báðar ágætlega á svipuðum tíma. Bæði nöfnin undur falleg. Jú, mikið rétt, við Baldur skírðum stúlkuna með bravúr og ekki minni söngvari en Bergþór Pálsson var okkur innan handar. Eintóm stórmenni sem komu að þeirri athöfn
Ég sagði Viggi minni að ég hefði fáa hitt fyrir utan fjölskylduna.... teljist þið ekki nærri því vera í fjölskyldunni? Sorrý..... gaman að hitta ykkur líka!
Sigþrúður Harðardóttir, 31.10.2007 kl. 17:56
Æ JÚ AUDDA MARR SORRY
Vignir Arnarson, 31.10.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.