Skrýtið....

....að fara í messu og sunnudagaskóla og mega ekki stjórna neinu! Ólöf Björk var að spila í messunni í dag og ég dreif mig með henni til að hlusta. Nú er sá háttur hafður á að messa og sunnudagaskóli er spyrt saman kl.11 annan hvern sunnudag. Þar sem ég var ekki með litlu börnin mín með mér sat ég eftir í kirkjunni og hlustaði á prestinn meðan sunnudagaskólabörnin fóru fram í fræðslu og leik.

Svolítið skrýtin tilfinning....svona eins og maður hafi sleppt hendinni af barninu sínu Undecided

En það var gott að hlusta á predikun prestsins og ekki síður Guðs orðið sem að þessu sinni var lesið úr nýþýddu Biblíunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband