Auglýsingunni hér að neðan hef ég dreift eftir bestu getu. Lauma henni hér inn líka!
Sjáumst í Ráðhúskaffi annað kvöld!
Sissa....sem hlakkar til að heyra í umhverfisráðherranum sínum.
Fundur með umhverfisráðherra. Opinn fundur Samfylkingarfélagsins í Ölfusi verður haldinn í Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Ölfuss, á morgun, miðvikudaginn 7. nóvember og hefst klukkan 20.Gestur fundarins verður Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.Mikið er að gerast í Ölfusi varðandi umhverfismál eins og virkjanir, enn frekari áform um virkjanir inn á vernduð svæði, hugmyndir um álver og loftmengun innanbæjar í Þorlákshöfn.Umhverfisráðherra mun verða með erindi í upphafi fundar um umhverfismál, losunarkvóta og fleira. Að erindinu loknu verður opnað fyrir spurningar og spjall yfir kaffibolla.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Flokkur: Bloggar | 6.11.2007 | 22:25 (breytt kl. 22:26) | Facebook
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert búinn að standa þig vel við að kynna fundinn. Ég tel að það verði ekki þér að kenna ef ekki verður mæting. Vonandi verður hægt að draga fólk frá helv.....sjónvarpinu.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.11.2007 kl. 19:27
Góður fundur Sissa og mætingin ágæt Það hefðu sjálfsagt sést þarna mun fleiri samt, ef ekki hefði ýmislegt, (annað en sjónvarpið) verið á dagskrá í þorpinu. Kiwanisfundur, kóræfing og sjálfsagt fleira.
Það verður gaman að sjá hvort hann Magnús fær einhver viðbrögð við spurningunum sem hann hefur verið að bíða svara við síðan í fyrravetur úr þessu ráðuneyti hennar Þórunnar, ég tippa á að það verði stutt bið, hef þá trú á henni
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2007 kl. 11:21
Sammála þér Haddi, fínn fundur. Og ég er alveg viss um að hún fer í ,,fýlumálið" mað hraði!
Sigþrúður Harðardóttir, 8.11.2007 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.