Vegna ,,næstum því saumaklúbbsins" komst ég ekki á tónleikana í Versölum þar sem Stórsveit Suðurlands, Kristjana og Guðlaug Ólafs komu fram í tónleikaröðinni Tónar við hafið.
Ég var svolítið svekkt að þetta skyldi rekast á en huggaði mig við það að sambærilegir tónleikar yrðu í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudaginn.
Og sunnudagurinn kom. En ég var heima allan daginn. Steingleymdi tónleikunum.
Ég varð MJÖG fúl út í sjálfa mig yfir þessari gleymsku...sem ég hef enga afsökun fyrir nema e.t.v. elli
Fór hins vegar á hressilega tónleika í kvöld í Þorlákskirkju. Þar sungu Uppsveitasystur (Hrund systir, Sigga mágkona og fleiri hressar konur) og Gospelkór Tónsmiðjunnar. Djassband Suðurlands lék undir hjá báðum kórum. Fínasta prógramm og troðfull kirkja. Mikil stemning.
Lítill og sætur dúett kom óvænt inní prógrammið og sló í gegn með laginu sem færði þeim 2.sætið í söngkeppni FSu um daginn. Þetta voru bekkjarsystkinin hógværu og hæfileikaríku Aðalbjörg Halldórsdóttir og Ómar Berg Rúnarsson Þau voru yndisleg.
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég missti af þessu, af sömu ástæðu og þú af sunnudeginum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.11.2007 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.