Jólabörn

Ég var svo glöð um daginn þegar ég uppgötvaði að það eru fleiri eins og ég...þ.e.a.s. eru engin sérstök JÓLABÖRN. Mér hefur nefnilega þótt það vera nokkurs konar skylda allra að segjast vera jólabörn. Og ef manni finnst maður ekki vera jólabarn þá sé maður bara ekki eins og fólk er flest.

Eins og áður hefur komið fram þykir mér samt alls ekkert leiðinlegt á jólunum. Þvert á móti er það bara rosalega gaman; hátíðleg og notaleg fjölskyldusamvera sem nærir líkama og sál. Gott að vera í fríi, gaman að upplifa gleðina í augum barnanna minna, gaman að fá pakka og jólakort. Svo ekki sé talað um allan góða matinn. Þetta er mjög gott að upplifa a.m.k. einu sinni á ári. Og það finnst Sveinbirni I. Baldvinssyni rithöfundi og blaðamanni líka. En hann viðurkenndi það í blaðagrein um daginn að hann væri alls ekki jólabarn. Og þar með fékk ég staðfestingu á því að ég er ekki ein í heiminum....sem ekkijólabarn.

Ég veit samt ekki hvernig ,,barn" ég er. Kannski útilegubarn. Eða bókabarn. Eða eitthvað! Mér finnst gaman að lifa, allan ársins hring meðan ég hef fólkið mitt hamingjusamt í kringum mig. Vetur, sumar, vor og haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru margir sem eru ekki JÓLABÖRN

Litla systir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:02

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Já ég er nokkuð sammála þér mín kæra vinkona,EN þurfum við eitthvað að vera börn?

Erum við ekki bara fullorðið fólk sem hefur yndi af því að ferðast og sjá nýja staði í bjartri sumarnóttinni lesandi bækur og leikandi við börnin okkar og elskum það að vera innan um annað fólk vetur,sumar vor,og haust    ? 

Vignir Arnarson, 19.12.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband