Öðruvísi jól...

...og engar rjúpur borðaðar.

Vegna heiftarlegrar magakveisu 80% fjölskyldunnar var ákveðið að geyma rjúpurnar til betri tíma. Vegna sömu kveisu urðu hátíðahöld og undirbúningur þeirra með talsvert öðru sniði en vant er. Við reyndum þó að skapa hátíðleika og láta okkur líða vel saman. 20 % sem héldu heilsu (Ólöf Björk) stóð sig eins og hetja og hélt þessu gangandi.

Nú eru allir að skríða saman og við heitum því að njóta þess sem eftir lifir af jólahátíðinni.

Ég vona að þið sem þessi orð lesið (og allir hinir auðvitað líka!) hafið átt gleðileg jól.  Bið ég ykkur allrar blessunar yfir konfektinu og jólabókunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Sissa mín þetta er ekki gott á þessum barnanna vegna en það er auðvitað ekki að spyrja af henni Ólöfu hún stendur sig auðvitað vel.

Ég hef lent í þessu 1 sinni 40% veikindi og það er eitthvað sem mig langar ekkert að upplifa aftur.

Vonandi eigið þið gleðistundir ykkar eftir um hátíðarnar og þökk sé þinni stöðu að þú átt þann kost að vera heima með englunum þínum.

Vignir Arnarson, 26.12.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Vignir Arnarson

   TÍMA    

Vignir Arnarson, 26.12.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ja hérna hér.  Þetta hefur nú verið lítið gaman !!

En rjúpurnar skemmast nú ekkert ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.12.2007 kl. 12:23

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Vona að þið séuð orðin alveg stálslegin og til í rjúpnaátið um áramótin...

Takk fyrir jólakveðjuna - megið þið eiga góða rest...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband