...er eitt ţeirra ágćtu félaga sem ég hef starfađ međ um dagana. Ţađ er einmitt 50 ára um ţessar mundir og í tilefni af ţví var heilmikil lesning í Glugganum um félagiđ og starfsemina gegnum tíđina. Mjög góđ og fróđleg lesning satt ađ segja og rifjađi upp margar góđar minningar um skemmtilegar sýningar, bćđi í gamla Selfossbíói og svo í Leikhúsinu viđ Sigtún.
Ég tók ekki ţátt í nema einni uppfćrlsu hjá Leikfélaginu. Ţađ var haustiđ ´83, sama haust og ég varđ stúdent en ţá var leikritiđ Ţiđ muniđ hann Jörund eftir Jónas Árnason sett upp í Selfossbíói. Eftir áramótin ćfđum viđ stykkiđ upp á ensku ţví ţá um voriđ var fariđ á leiklistarhátíđ á Írlandi, sem var ćvintýri fyrir 19 ára stúlkukind sem aldrei hafđi fariđ til útlanda. Ţađ var reyndar ćvintýri fyrir okkur öll og ógleymanleg reynsla. Ótrúlega skemmtilegt! Og ţađ eru myndir af mér í Glugganum
Ég var í ,,grúppunni", söng hlutverk Mary en ţeir sem léku á hljóđfćrin voru brćđurnir Smári og Helgi Kristjánssynir, Gunnar Árnason (Eddu-verđlaunahafi og bróđir Betu vinkonu) og síđast en ekki síst snillingurinn Gísli Helgason flautuleikari. Ţeir voru frábćrir félagar og kenndu mér ótrúlega margt...ţó sumt sé nú gleymt!
Fleiri eftirminnilegar persónur vćri nú hćgt ađ nefna úr uppfćrslunni en mér ţótti Silli Magg alltaf stórkostlegur leikari og yndislegur félagi. Blessuđ sé minning hans.
Til hamingju Leikfélag Selfoss og takk fyrir mig!
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíđur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.