Í morgun á heimili mínu: Enginn fjölskyldumeðlimur var á leið út úr húsi, enda sunnudagur og hundleiðinlegt veður. Þar sem yfirvofandi eru foreldraviðtöl í vikunni og nokkuð margt sem ég átti óunnið ákvað ég að nýta sunnudagsmorguninn. Þá fór fram eftirfarandi samtal mæðgna:
Sissa: Jæja best að drífa sig á fætur og koma sér af stað
Auður: Hvett er vi að faða?
Sissa: Við erum ekkert að fara, mamma er að fara
Auður: Ó, baða mamma faða?
Sissa: Já, þú verður heima hjá pabba, Ólöfu og Jakobi
Auður: Hvett ett að faða?
Sissa: Ég þarf að skreppa aðeins í vinnuna.
Auður (hugsi): En mamma, þú ett ekki maðuð. (En mamma, þú ert ekki maður!)
Ergo: Einungis MENN vinna. Mömmu sem fara í stóra skólann á morgnana eru ekki að fara að vinna. Þær eru að fara að KENNA.
Hvað er að bregðast hér?
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo manstu að konur verða aldrei þreyttar í höndunum....
Nú vitnaði ég í einkasoninn - árið 1991...
Hvernig skyldi honum hafa dottið þetta í hug.
Hm - endurskoðum uppeldið - umræðuna.
Eins og við púlum og verðum víst þreyttar.
Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:35
vildi bara skilja eftir smá spor fyrst ég rakst á þetta blogg þitt..
ekkert smá sæt börnin þín eins og alltaf :)
og krúttulegt samtal á milli ykkar mæðgna :)
vonandi sjáumst við fljótlega
kv
Tinna Berg
Tinna Berg (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:03
Bragð er að þá barnið finnur. Já og meira að segja barnið áttar sig á því að þú ert ekki maður......samt er meira að segja fullt af fólki sem talar endalaust um konur sem menn. Segið svo að það sé ekki uppeldislegt hvað konur mega og menn mega!!
En ég er sammála Auði,- þú ert ekki maðuð !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:06
Yndislegt mæðgnasamtal - er með nokkrar tilgátur um þessa hugmyndafræði dóttur þinnar:
1. Þú elskar vinnuna þína það finnur hún...
2. Þú ert kona...., þér tekst að láta vinnu og einkalíf renna mjúklega saman
3. Hún var að reyna að fá þig til að fara hvergi...
o.s.frv.....
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:42
Þessi litla athugula dóttir þín hefur einfaldlega tekið eftir því að pabbi talar um að fara í vinnuna en mamma í skólann og litla greyið skildi ekki að það var vinna því eldri systkinin fra líka í skólann eins og mamma.
Mér finnst Auður mjög skynsöm kona.
Guðrún S Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.