Afmæli vatnsberanna

Í fjölskyldunni eru þrír vatnsberar, allir yndislegir og í raun afar ólíkir hver öðrum.

Jakob Unnar sonur minn varð 7 ára í gær 2. febrúar. Hann hélt veislu fyrir bekkinn sinn í gær og aðra fyrir vini og ættingja í dag. Margir gestir og fullt af fallegum og góðum gjöfum. Umfram allt var drengurinn þó hamingjusamur og naut sín í botn sem aðalpersónan!

Auður Björk mágkona mín á afmæli á morgun, 4.febrúar. Hún verður 31 árs, sem mér finnst í rauninni furðulegt...fyrir mér er hún alltaf litla systir hans Sigga og unglingur að eilífu! En hún er yndislegur unglingur, umhyggjusöm og frábær frænka barnanna minna. Hún er snyrtifræðingur og rekur Snyrtistofuna Arona á Akureyri. Auður er flink og smekkleg heima fyrir og í vinnunni. 

Guðný Sif er líka mágkona mín (og systir Sigga). Hún verður 32 ára á þriðjudaginn, 5. febrúar. Guðný býr í Kaupmannahöfn og Reykjavík til skiptis og ferðast þess á milli til Asíu. Guðný er gullsmiður og hannar undur fallega skartgripi  undir vörumerkinu Sif Jakobs design. Guðný er hörkudugleg og mjög listræn.

Hér fyrir neðan set ég myndir af þessum yndislegu vatnsberum um leið og ég óska þeim til hamingju með afmælin! Og Ólöf fær að fljóta með af því hún er svo sæt á þessari mynd með frænku!

VatnsberarGuðný og Jakob UnnarBrúðkaup - sætar frænkurAuður og Ólöf Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðbúnar (en samt innilegar) haminguóskir í tilefni afmælisins til Jakobs Unnars.  Finnst eins og það geti engan veginn verið 7 ár síðan ég sá hann fyrst á fæðingardeildinni! Verð æ oftar minnt (óþyrmilega) á hversu skuggalega fljótt tíminn líður! Bestu kveðjur til allra!

Hanna Petra og Kaupangergengið (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband