Vetrarfrí

Ég og eldri börnin mín erum í vetrarfríi.  Slík frí í skólum eru seinni tíma uppgötvun á Íslandi (hafa lengi verið við lýði annars staðar í heiminum).  Mörgum þótti þetta nú meiriháttar vesen og óþarfi í upphafi og voru lengi að uppgötva að hægt væri að skipuleggja sinn orlofstíma á þann veg að njóta vetrarfrísins með börnum sínum. En það er ekki bara skólafólk sem fær vetrarfrí.

Við höfum oft skroppið norður til tengdó í þessu fríi. Það var ekki hægt núna því þau voru í London.

Þá hefði nú verið huggulegt að kíkja á Selfoss til mömmu. En það var ekki hægt í þessu fríi því þau eru á Kanarí.

Upplagt að renna þá á Álftanesið til Jónasar mágs míns og fjölskyldu...en því miður ekki hægt. Þau eru í skíðaferð á Ítalíu.

Það eru sem sagt fleiri en kennarar og nemendur í skólum þessa lands sem fara í vetrarfrí.

Það er gott. Það er gott að hvíla sig frá amstri hversdagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hver flutti fyrirlesturinn, Ólafur Áki ?, Nei!

Baldur Kristjánsson, 21.2.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband