Óþarfa ummæli

Mér þóttu ummæli Friðriks Ómars í lok Eurovisionkeppninnar í gærkvöld óþörf og dónaleg. ,,Bylur hæst í tómri tunnu" sagði hann og engum duldist við hvað hann átti.

Ég er þó enginn sérstakur aðdáandi ,,Hey, hey hey, we say ho, ho, ho,  og fannst svo sem nóg um auglýsingafárið og íburðinn í síðustu viku.

En í orðum Dalvíkingsins unga fólst ekki göfugur keppnisandi. En kannski finnst mér þetta af því ég var nýkomin heim af HSK þingi þar sem ég ritaði fundargerð frá kl. 10-18 og var uppfull af hinum gamla, góða, eina sanna ungmennafélagsanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér nefnilega Sissa duldist hvað hann átti við, þó ég tengdi þetta við þessa keppinauta, einhverja, en skýringin kom í fréttum í dag og ég svona skil hann pínulítið.

En það er nú kannski bara vegna þess að ég kaus lagið þeirra...hlutdrægur skratti...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.2.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Þetta er svona pínu eins og með Össur, í ákveðnum hlutverkum verða menn að passa sig!!! En vissulega kann að vera að þetta megi réttlæta...ég skal ekki dæma um það enda ekki á staðnum (og hef engar sérstakar áhyggjur af þessu heldur  )

Sigþrúður Harðardóttir, 25.2.2008 kl. 21:46

3 identicon

Sæl og blessuð Sissa.. Einhverra hluta vegna "lenti" ég bara allt í einu hér inni hjá þér, svo óvænt sem það var nú var,, En engu að síður skemmtilegt.. Svo mér fannst að sjálfsögðu tilvalið að kvitta fyrir og kasta á þig eins og einni kveðju og hver veit nema ég kíki hér inn svona við og við.  Bið að heilsa þér  í bili. Kveðja   Hafdís Björns.............

Hafdís Bj (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband