Óvenju margar og góđar bćkur liggja nú á náttborđinu hjá mér (fyrir utan barnabćkurnar sem eru ţar í bunkum af skiljanlegum ástćđum.
Danska frúin á Kleppi
Ţetta er bók sem ég hef áđur vitnađ í hér vegna gamalla tengsla minna viđ höfundinn, Hildigunni Hjálmarsdóttur. Nú er ég búin ađ lesa hana og ţađ verđ ég ađ segja ađ ţetta er stórmerkileg bók. Hún er vissulega sérstök, byggist á 100 ára gömlum bréfum danskrar stúlku og ađstandenda hennar međan hún er í tilhugalífinu viđ íslenskan geđlćkni og stjórnmálajaxl sem er í ţann mund ađ opna ,,geđveikraspítala" (Kleppsspítala) á Íslandi. Saga ţeirra Ellenar Kaaber og Ţórđar Sveinssonar er ţannig rakin í gegnum ţessi bréf og inn í hana fléttast heimsatburđir og danskt ţjóđfélagslíf ţessa tíma skín í gegn. Fyrir fólk eins og mig, sem er nćstum ţví forvitin um annađ fólk og ađ auki áhugasöm um danska menningu frá ýmsum tímum, var ţetta sérlega skemmtileg lesning.
Himnaríki og helvíti
Ég var ađ ljúka viđ ađ lesa ţessa stórgóđu verđlaunabók Jóns Kalmans Stefánssonar. Ţar gerast atburđir ekki hratt ţótt hrikalegir séu og sorglegir. Textinn er undur vel gerđur, sagan merkileg međ margvíslegar skírskotanir í fortíđina. Ţađ er sannarlega ţess virđi ađ taka sér ţessa bók í hönd.
Gísla saga Súrssonar
Ţessi saga er alltaf á náttborđinu hjá mér á nokkurra ára fresti, ţ.e. ţau ár sem ég tek ađ mér ađ lesa hana međ 10. bekkingum. Nú er svoleiđis ár og ég á ţeysireiđ međ krökkunum um Vestfirđi. Ólíkt Himnaríki og helvíti, sem líka gerist á Vestfjörđum, er fariđ hratt yfir sögu á Gísla sögu. Atburđir eiga sér ekki langan ađdraganda, hvorki mannvíg né hjónabönd. En hún er alltaf jafn góđ og mörg gullkornin sem hún geymir. Ég fć aldrei leiđ á Gísla sögu.
Fjöllin verđa ađ duga.
Fyrir ţá sem hafa gaman af ađ lesa ljóđ verđ ég ađ mćla međ ţessari ljóđabók eftir Einar Má Guđmundsson. Ég hef gripiđ í hana annađ slagiđ síđustu daga og mikiđ lifandis skelfing er hann gott skáld mađurinn! Ég held ég mćli bara međ henni fyrir all...líka ţá sem ekki hafa haft gaman af ljóđum. Ţeir hljóta ađ skipta um skođun!
Bloggvinir
Skemmtilegt lesefni
Tenglar
Heimasíđur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ekki lesiđ Gísla síđan í fornöld ( he, he),- fannst Himnarríki og helvíti hálfgert helv...alltof hćg og hryllilega vćmin og ţunglyndisleg.
Á Fjöllin verđa ađ duga og Dönsku frúna alveg eftir !!!
Ţórhildur Helga Ţorleifsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:27
Ć já...ég er ţessi vćmna týpa!
Sigţrúđur Harđardóttir, 28.2.2008 kl. 12:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.